tæknilausnir sem stutt geta
heilbrigðis- og menntakerfið á tímum covid-19

Við hjá Icelandic Startups störfum í hringiðu nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Á hverju ári fáum við að meðaltali inn á borð til okkar um 500 viðskiptahugmyndir. Við vildum leggja okkar lóð á vogarskálarnar með því að spara þeim sem eru við stjórnvölin sporin og taka saman yfirlit yfir þær tæknilausnir sem eru tilbúnar, jafnvel nú þegar í notkun annars staðar eða í það minnsta langt komnar í þróun. Þessar lausnir eiga það allar sameiginlegt að geta með einum eða öðrum hætti létt byrði heilbrigðis- og menntakerfisins á þessum fordæmalausu tímum.

Við teljum mikilvægt að blása til sóknar, hvetja hugmyndasmiði til dáða og styðja enn frekar við nýsköpun og frumkvöðlastarf. Efnahagshrunið fyrir rúmum áratug skapaði aðstæður þar sem nýsköpun tók að blómstra, lifandi samfélag varð til í kringum frumkvöðlastarf og mörg öflug íslensk fyrirtæki sem byggja verðmæti sín á hugviti urðu til. 

Við kölluðum við eftir tæknilausnum sem gætu stutt heilbrigðis- og menntakerfið á tímum Covid19. Okkur barst fjöldi lausna, hugmynda og ábendinga sem við höfum verið að vinna úr. Fjöldi sérfræðinga hafði einnig samband og ljóst að margir eru tilbúnir að leggja frumkvöðlum lið. Meðfylgjandi listi geymir lausnir sem geta skilað raunverulegum árangri, aukið þægindi og skilvirkni, létt á álagi og sparað bæði tíma og fjármagn fyrir samfélagið.


STuðningur við heilbrigðiskerfið

Sidekick Health
Stafræn heilbrigðislausn, sem er skráð sem lækningatæki (e. medical device). Lausnin var þróuð til að bæta líðan og meðferð fólks með langvinna sjúkdóma, svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta – og æðasjúkdóma. Hún er til þess fallin að draga úr álagi og komum á spítala, sniðin sem fjarheilbrigðismeðferð, og opnar meðal annars á beint samtal sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna í gegnum snjallsíma. Einnig er mögulegt að að miðla stöðluðum upplýsingum um hvernig best er að forðast smit og gera fólki kleift að skrá og tilkynna einkenni. 
Hægt er að aðlaga Sidekick-lausnina á skömmum tíma fyrir fólk a) í sóttkví, b) með mögulegt eða staðfest smit, og c) sem þarf að vera undir eftirliti eftir að hafa legið inni á spítala.

Kara Connect
Kara er örugg vinnustöð fyrir fjarfundi og spjall sem hlýtir fyrirmælum Landlæknis og persónuverndarlaga. Hugbúnaðurinn er í vafra og hentar fyrir einstaklinga, stofur, skóla, sveitarfélög og fyrirtæki sem þurfa að tryggja skráningar og örugga fundi sem fjalla um viðkvæm persónuleg málefni. Kara er sérhönnuð fyrir sérfræðinga og einingar í heilsu-, velferðar- og menntakerfi (sérkennsluhluti).

Lumina CovScan
Skimun og greining einkenna í fjölþjóðlegu umhverfi með það að markmiði að létta álagið á heilbrigðiskerfinu. Lumina Medical Solutions býður upp á kerfi þar sem íbúar landsins svara spurningum á netinu sem snúa að mögulegum einkennum Covid-19.  Einstaklingar geta svarað á sínu eigin tungumáli en kerfið greinir svörin og varpar greiningu yfir á fjölda tungumála fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þannig geta heilbrigðisyfirvöld greint og fylgst náið með dreifingu veirunnar út frá kyni, aldri, búsetu og vinnustað - og þannig gefið þeim heildarmynd af stöðu veirunnar og mögulega sýktum einstaklingum í viðkomandi landi í rauntíma.
Hægt er að senda einstaklingum frekari upplýsingar um ráðlögð næstu skref og stýra þannig og létta álag á heilbrigðiskerfið svo hægt sé að sinna þeim sem sannarlega þurfa á því að halda.

Memaxi
Memaxi er samskipta- og skipulagslausn í velferðarþjónustu sem býður m.a. upp á miðlæga stjórnstöð fyrir starfsstöðvar eins og hjúkrunarheimili, búsetukjarna, heimahjúkrun og heimaþjónustu sem aðstoða mikinn fjölda íbúa. Þar er haldið utan um allt innra skipulag starfsstöðvarinnar, einstaklingsmiðaða áætlun hvers og eins íbúa og samskipti við aðrar starfsstöðvar, íbúana sjálfa og aðstandendur þeirra.
Nú þjónar Memaxi hlutverki sínu sem aldrei fyrr þar sem íbúar sæta heimsóknarbanni, sóttkví og einangrun. Með hjálp myndsamtala og annarra hluta lausnarinnar er hægt að létta álagi af íbúum, aðstandendum og þjónustuveitendum.

MínHeilsa (TrackEHR)
MínHeilsa gerir heilbrigðisstofnunum kleift að deila rauntíma upplýsingum og sérsniðnum þjónustukönnunum til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra í gegnum snjallsímaforrit. Markmið MínHeilsa er að auka heilsulæsi og þjónustu við skjólstæðinga heilbrigðisstofnana og gera Ísland að leiðandi afli í miðlun heilbrigðisupplýsinga til almennings.

Healo
Healo er stafrænt, gagnastýrt meðferðarforrit, annars vegar hannað fyrir sjúkraþjálfara og aðra sem starfa við endurhæfingu einstaklinga og hins vegar smáforrit fyrir skjólstæðinga þeirra. Healo felur í sér stafrænar lausnir, eins og myndbönd með æfingum og leiðbeiningum, fjarfundarbúnað fyrir myndfundi og spjallþráð, sem gerir meðferðaflæðið bæði skilvirkara og árangursríkara og getur þannig dregið verulega úr þörf sjúklinga fyrir klíníska meðferð og endurkomu á stofu.
Healo hlýtir fyrirmælum Landlæknis, uppfylllir persónuverndarlög og er skráð hjá Lyfjaeftirliti ríkisins. Healo styður samþættingu við önnur hugbunaðarkerfi, s.s. rafræna sjúkraskrá.

RetinaRisk
Einstaklingar með sykursýki eru í áhættuhópi vegna Covid19. RetinaRisk er fjarheilbrigðiskerfi sem gerir þessum hópi kleift að fylgjast með áhættu sinni á að fá sjónskerðandi augnsjúkdóma sem leitt geta til blindu og aðstoðar heilbrigðisstarfsfólk við aðgangsstýringu í augnskimun með því að forgangsraða þeim sem eru mestri áhættu. Með þessu má létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks án þessa að fórna klínísku öryggi sjúklinga. Kerfið býður upp á samskipti milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks og er fáanlegt á íslensku án endurgjalds.

Leviosa
Leviosa er lausn sem hönnuð er af lækni og nýtir snjalltækni, sjálfvirkni og gervigreind til að lágmarka tíma heilbrigðisstarfsfólks við tölvuskráningu og straumlínulaga klíníska þjónustu sem eykur afköst og öryggi. Gegnum eigin skráningu sjúklings verður möguleg fjarheilbrigðisþjónusta og virkjun skilgreindra verkferla strax heiman frá.

Proency
Lausnin býður upp á mat á andlegri heilsu og úrval af viðurkenndum sálfræðilegum aðferðum sem nýta má í gegnum síma og tölvu til að draga úr kvíða, streitu og depurð.
Lausnina geta stjórnendur fyrirtækja nýtt til að fá betri yfirsýn yfir líðan starfsmanna og dreifingu álags. Þannig má skilgreina hvaða einingar eru undir mestu andlegu álagi og hægt að grípa inn í áður en andlegir kvillar skerða starfsgetu.

Mín líðan
Mín líðan er leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Mín líðan er eina sálfræðistofan á Íslandi sem starfar einungis á netinu. Mín líðan veitir annars vegar staðlaðar sálfræðimeðferðir í gegnum netið þar sem samskipti við skjólstæðinga eru á skriflegu formi og hins vegar fjarviðtöl sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingar geta átt samskipti við sálfræðinga augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Mín líðan var fyrsta fjarheilbrigðisþjónustan sem Embætti landlæknis samþykkti á Íslandi.

Alvican
Alvican framleiðir búnað til að fylgjast með eldriborgurum sem búa einir og lætur ættingja eða umönnunaraðila vita ef frávik verða. Einnig hjálpar og öryggishnapp sem virkar úti og inni og gerir notanda mögulegt að fá hjálp hvar sem hann er staddur.


stuðningur við menntakerfið

Trappa
Hjá Tröppu starfa sérfræðingar í fjarkennslu á grunnskólastigi og sérfræðiþjónustu við starfsfólk um kennslufræðilegar og tæknilegar lausnir í fjarnámi og kennslu.

Mussila
Mussila sérhæfir sig á sviði stafrænnar tónlistarkennslu og kennir börnum grunnatriði tónlistar í gegnum áskoranir, ævintýri og skapandi leik. Nú þegar skólalokanir standa yfir er mikilvægt að geta boðið upp á hágæða stafrænt kennsluefni svo að börn geti haldið áfram að gera eitthvað uppbyggilegt á sama tíma og þau eru föst heima fyrir.
Nýverið fékk Mussila Norrænu EdTech verðlaunin, og finnska menntakerfið mælir með Mussila sem hágæða stafrænu kennsluefni. Með Mussila geta foreldrar tekið þátt í tónlistarferðalaginu því þau fá senda námsframvindu barnsins á meðan það lærir undirstöðuatriðin í tónlist.

Evolytes
Evolytes er gagnadrifið einstaklingsmiðað námskerfi sem kennir fyrstu skrefin í stærðfræði með nútímalegum hætti. Kerfið inniheldur námsbók, námsleik og upplýsingakerfi fyrir foreldra. Einstakt samspil hefðbundinna námsbóka og lærdóms í gegnum skemmtilegan spjaldtölvuleik gerir lærdóm í gegnum kerfið spennandi og árangursríkari kost fyrir unga krakka. Þá les námskerfið svörun hvers barns og nýtir upplýsingarnar, annarsvegar til að veita einstaklingsmiðað námsefni og hinsvegar til þess að veita upplýsingar um námsframvindu barnsins í rauntíma. 
Kerfið nýtist vel til fjarkennslu þar sem það aðlagar námsefni að getu hvers barns. Barnið getur því haldið hratt og örugglega áfram í skemmtilegu umhverfi og lært á eigin spýtur.

Sportabler
Sportabler getur á skilvirkan hátt miðlað dagskrá, boðað á viðburði æfingar/vaktir/útköll og miðlað kennsluefni í formi myndbanda, skjala og mynda.  Kerfið skipuleggur starfsemi stórra og smærri hópa og geta notendur átt í samskiptum sín á milli. Hægt er að taka við greiðslum á snertilausan hátt og ef rekja þarf smit sem tengist íþrótta- og tómstundastarfi þá er hægt að mappa upp hverjir voru saman á hverjum tíma. 
Nú í vikunni gaf Sportabler einnig út kennslu-og umræðuefni um jákvæða persónuleikaþætti eins og þakklæti, kvíða, núvitund sem deilt er með iðkendum og foreldrum, sem einfaldar heimaæfingar. Sportabler er með smáforrit og vefviðmót og getur þjónustað fjölþætta hópastarfssemi t.d. sjálfboðaliða og viðbragðsaðila.

Beedle
Beedle er hugbúnaður fyrir kennara inni í Microsoft Teams lausninni.  Með Beedle geta kennarar skipulagt fjarkennslu og deilt kennsluáætlunum og kennslugögnum með nemendum sínum. Beedle er einnig hægt að tengja við dagatal kennara og nemenda þannig að bæði kennarar og nemendur hafi góða yfirsýn yfir það hvar þeir eru staddir í námsefninu hverju sinni. 
Beedle býður upp á þjálfun og notkun kerfisins an endurgjalds næstu mánuði.

Atlas Primer
Atlas Primer er gervigreindur aðstoðarkennari sem skilur talað mál og getur átt í samræðum við nemendur um námsefnið, spurt og svarað spurningum. Atlas Primer er talþjónn sem er aðgengilegur í gegnum margskonar snjalltæki og gefur nemendum þannig töluvert meira frelsi til að velja hvar, hvenær og hvernig þeir stunda námið, samanborið við kennslu sem fer aðeins fram í stofu eða á skjá, eða byggir mikið á lestri.Tækninni er ætlað að mæta núverandi og framtíðarþörfum menntakerfisins, þar sem tækni og þarfir einstaklingsins eru í fyrirrúmi. Atlas Primer er nú þegar notaður við kennslu í Háskólanum í Reykjavík með góðum árangri.

ibuar.is
Samráðskerfi sem heldur m.a. utan um betrireykjavik.is og betraisland.is. Kerfið má nýta í opnum hópum til þess að tengjast við nemendur og foreldra á netinu eða í lokuðum hópum með fjarfundum til þess að auðvelda hópvinnu eða ákvarðanatöku. Ótakmörkuð notkun á kerfinu er nú ókeypis fyrir allar mennta og heilsustofnanir.

Iced
Kennslugrunnurinn Iced er ný vefsíða fyrir kennara til þess að deila námsefni. Hver og einn kennari getur hlaðið upp sínum verkefnum, merkt við hvaða bekk námsefnið er fyrir, hvaða fag, og hvort námsefnið sé fyrir sérkennslu eða ekki. Svo geta aðrir kennarar leitað að námsefni, fundið og hlaðið því niður. Þetta sparar gríðarlega vinnu fyrir kennara, að þurfa ekki að gera eitt annað stafsetningarprófið fyrir 5. bekk, því að annar kennari hefur gert það og hlaðið því upp á vefinn. Þá getur kennarinn eytt meiri tíma að gera námið einstaklingsbundnara, og fundið fleiri verkefni á vefnum, eins og stafsetningarleik, stafsetningar-borðspil, eða hringekju. Verkefnið er gjaldfrjálst fyrir alla skóla í notkun á meðan hættuástand vegna veirunnar ríkir yfir.

Rútína
Rútína er ætlað börnum og unglingum í grunnskóla sem eru með skerta skólagöngu vegnasamkomubanns sem hefur verið sett á hérlendis vegna Kórónuveirunnar. Tilgangur Rútínu er eins og nafnið bendir til að hjálpa börnunum að halda rútínu og reglu og auðvelda aðgengi þeirra að upplýsingum og öryggisleiðum ef upp koma aðstæður sem þau ráða ekki við. Þannig geta kennarar hlúið að börnunum eftir bestu getu með fjarskiptaleiðum en rútína er mjög mikilvæg fyrir geðheilsu, sérstaklega á þessum tímum.


Aðrar Lausnir


CrankWheel

Fyrir þá sem þurfa fjarvinnutól getur CrankWheel nýst vel, því það er einfaldasta leiðin fyrir tveggja manna "fundi" hvort sem eru skipulagðir eða óskipulagðir: Þú hringir í mótaðilann og getur síðan bætt skjádeilingu við með CrankWheel á örfáum sekúndum, án niðurhals hjá hinum, og virkar þó hinn sé á ferðinni og hafi bara farsímann.

"Meðan COVID-19 veldur þörf á fjarvinnu fær fólk í staðinn 3 mánuði af ótakmarkaðri notkun eða lengur ef veiran veldur enn lengri truflun, það eina sem þarf er að biðja okkur um framlengingu með því að senda email á support@crankwheel.com."

Medio
Medio er heildstætt vefverslunarkerfi fyrir íslensk apótek og það eina sem hefur hlotið staðfestingu Lyfjastofnunar. Í gegnum Medio er hægt að selja lyfseðilskyld lyf á netinu sem bæði sparar tíma viðskiptavina og starfsmanna við afgreiðslu á lyfjum og kemur í veg fyrir óþörf bein samskipti og mannamót.
Tengja má Medio við birgðakerfi fyrirtækja og bóka reikninga. Hægt er að klæðskerasníða í kerfinu vefverslun, stjórnborð og afsláttarkerfi.

Biddu.is
Bíddu.is er lausn sem getur minnkað biðraðir og samneyti fólks sem þarf að standa í röð. Hægt er að fylgjast með röðinni í snjallsíma. Rafræn röð Bíddu.is nýtist í verslunum og á öðrum stöðum þar sem raðir kunna að myndast hvort sem þar eru nú þegar miðakerfi eða ekki.

Taktikal
Taktikal hefur þróað fimm vörur fyrir rafrænar undirskriftir og sjálfvirka ferla þeim tengdum í þeim tilgangi að einfalda boðleiðir. Taktikal starfar nú þegar með opinberum aðilum og er lausnin samþætt við helstu skjala- og málakerfi.

Sling
Sling er vakta og tímaskráningarkerfi, með öflugum iOS og Android öppum, sem og samskiptalausn. Sling er notað daglega af yfir 20.000 fyrirtækjum og nálægt 400.000 starfsmönnum. Sling býður upp á fría notkun á kerfinu á meðan Covid stendur yfir.

Kenna.is
Stærsta safn einkakennara á Íslandi.

Securitas
Securitas býður upp á tækni fyrir fjarsamband með hljóði og mynd. Hún bætir aðgengi fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili - og aðstandendur þeirra.
Sjá:
https://www.youtube.com/watch?v=58PadIX63tA
https://www.alarm.com/about/press/PressGeneric.aspx?cmid=612